Ferðaskrifstofa (verkefni)

Það fyrsta sem við gerðum í þessu verkefni var að hlusta á myndbönd sem fjölluðu um heimsálfurnar. Síðan áttum við að þýða þetta sem mér fannst vera mjög tilgangslaust af því þetta verkefni fjallaði um að búa til ferðaskrifstofu og þessi myndbönd voru mjög fræðandi en sýndu mann ekki bestu staðina fyrir túrista. Eftir þýðinguna áttum við að velja fjórar heimsálfur og gera mismunandi verkefni fyrir hverja heimsálfu. Mér fannst úrvalið af verkefnum vera mjög góð. Ég og félagin minn gerðum Imovie verkefni, PowerPoint kynningu, Plaggat og fræðitexta. 

Fyrir Imovie verkefnið gerðum við Asíu og það var mjög auðvelt og snöggt að klára. Plaggatið fyrir Afríku hins vegar var langt að klára en mjög skemmtilegt að föndra og lita. Fyrir kynninguna ákvöðum ég og félaginn minn að hafa flotta osta og sultu ofan á smákökum og falskt vín. Mér fannst það mjög stressandi að kynna fyrir framan bekkin en það var ekkert mál að kynna fyrir framan foreldra. Yfir höfuð þá fannst mér þetta verkefni vera skemmtilegt, nóg of erfitt og fræðandi. Ég væri til í að gera svipuð verkefni í framtíðinni. 

 

=Hér fyrir neðan getur þú séð verkefnin mín

Asía     Afríka     Suður-Ameríka     Evrópa

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband